Eldað undir Bláhimni
kr.3.990
Bókin er tileinkuð skagfirskri matarmenningu, sem byggir á þeirri hugmyndafræði að nýta það spennanndi hráefni sem finna má í skagfirsku matarkistunni. Í bókinni er boðið upp á sannkallað bragðlaukaævintýri. Sælkeraferð um Skagafjörð þar sem fögur náttúra og ljúffengir réttir eru í öndvegi.
Bókin inniheldur rúmlega fjörtíu uppskriftir og fjölda stórglæsilegra ljósmynda af skagfirskri matargerð, náttúrufegurð og mannlífi. Ritstjórn var í höndum Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur og myndir eru eftir Pétur Inga Björnsson og Óla Arnar Brynjarsson. Útgefandi er Nýprent á Sauðárkróki.